et=a + xt + b yt
og et sístætt, eða að minnsta kosti nær því að vera það heldur xt og yt hvor fyrir sig. Það hefur ekki mikla merkingu að tala um hagræna jafnvægið
a+xt + b yt = 0
ef frávikin frá jafnvægi geta orðið hversu stór sem vera skal. Ef til eru a og b þannig að et í jöfnunni hér að ofan er sístætt er sagt að raðirnar séu ,,co-integreraðar''. Sýna má fram á að það að raðir séu ,,co-integreraðar'' er jafngilt því að til sé ,,error-correction-model'' (ECM) framseting á tengslum raðanna. (Granger-Engle representation theorem) Einkenni ECM er að það tengir saman level og mismun tímaraða.