nextupprevious
Next:Error-correction, cointegrationUp:Dæmi um tölfræðilegar sjónhverfingar:Previous:Hagsveiflugreining Kuznets

Tengsl ósístæðra tímaraða

Ég geri ráð fyrir ykkur hafi verið brýnt að mikilvægt sé að vinna með sístæðar tímaraðir, þ.e. endanlegan varíans. Margir sem vilja framkvæma hagrænar ályktanir sætta sig ekki við að vinna með mismun raða og vilja álykta beint um level-stærðir.

Í eldri hagrannsóknum voru stundum framkvæmdar aðhvarfsgreiningar með breytum án þess að taka mismun. Niðurstöður voru iðulega kynntar með mjög háum R2-gildum. Þegar menn höfðu efasemdir um gildi svona aðhvarfsgreininga var því stundum svarað þannig að ekki væri um aðrar aðferðir að ræða og þett hlyti að þíða eitthvað og var þá vísað til hins háa R2-gildis.

subsection*Hermunaræfing, spurious regression=dellu-aðhvarf Búum til tvær óháðar raðir af lengd 50

\begin{eqnarray*}y_t = y_{t-1} + \varepsilon_t \\x_t = x_{t-1} + e_t\end{eqnarray*}
þar sem $\varepsilon_t$ og et eru óháð hvít suð. Reiknum síðan fylgni xt og yt og prófum með hefðbundnu t-prófi hvort fylgnin sé frábrugðin 0, notum t.d. $\alpha$=0.05. Sé þessi tilraun endurtekin oft kemur í ljós að núllkenningu er hafnað í yfir 50% tilfella. Þ.e. alltof oft verður ályktað að um samband sé að ræða. Þetta er frægt dæmi og gengur undir nafninu ,,spurious regression'' eða dellu-aðhvarf og er tilgangur þess að vara menn við því að framkvæma aðhvarfsgreiningu á hagstærðum án þess að taka mismun.
 



nextupprevious
Next:Error-correction, cointegrationUp:Dæmi um tölfræðilegar sjónhverfingar:Previous:Hagsveiflugreining Kuznets

2001-03-27