Markmið: Dýpka skilning nemenda á grundvallarhugtökum líkindafræði og ályktunarfræði. Sérstök áhersla lögð á þætti er snerta nútíma hagrannsóknir. Einnig verða kynnt líkindafræðileg hugtök sem nýtast nútíma fjármálafræði. Kynntar verða helstu líkindadreifnigar, slembiferli, Brown- og Poisson ferli. Eiginleikar tölfræðilegra matsaðferða, markgildishugtök, CLT, ML o.fl. Áhersla verður á að æfa nemendur í fylkjareikningi og notkun tölfræðiforrita (R & GRETL). Aðhvarfsgreining rifjuð upp og tímaraðir í hagfræði kynntar.
Æskilegar forkröfur eru grunnnámskeið í tölfræði og stærðfræði, t.d. tölfræði IA og stærðfræði I. Einnig er æskilegt að fólk taki samhliða eða hafi lokið eða taki einnig tölfræði B í viðskiptaskor eða hagrannsóknir I í hagfræðiskor.
Markhópar: Námskeiðið hentar vel þeim sem þurfa víðtæka þekkingu í umgengni við gögn og við líkanagerð, eins og BS-hagfræðinemum og nemendum á fjármálasviði viðskiptaskorar.
Kennslubók: Spanos, A: Probability Theory and Statistical
Inference:
Econometric Modeling with Observational Data,.
Lesefni: Kaflar 1, 2.1-2.2, 3.4-3.7, 4.1-4.7 , 5.1-5.7, 6.1-6.4,
7.1-7.2, 8.1-8.11, 9.1-9.6, 9.9, 10.1-10.2, 11.1-11.3, 11.6-11.8,
12.1-12.5, 13.1-13.5, 14.1-14.4,15
Einnig er stuðst við: Thomas, R.L. Modern Econometrics
(kaflar
12-16) og
ásamt efni sem kennari dreifir.
Sett verða fyrir heimaverkefni, sem byggja á notkun
tölva
og lausn dæma.
Hugbúnaður: Aðgengileg reikniforrit, svo sem
töflureiknir, og einföld hagrannsóknarforrit duga.
Nemendum er bent á GRETL
forritið sem er hægt að hlaða niður af
netinu. Ef einhverjir vilja reyna forrit fyrir
symbólíska stærðfræði er t.d.
hægt að prófa YACAS.
Einni er vert að benda á R-forritið.
Námsskeiðinu lýkur með 3 tíma skriflegu
prófi sem gildi 70% af lokaeinkunn á móti 30%
vegna
verkefna.
Athugið: Í ár verða engin
leyfileg hjálpargögn í prófi.
Hliðsjónarbækur þar sem farið er dýpra í efnið en í kennslubók.
1 Feller, William. An introduction to probability theory and its applications. 1966
2 Feller, William. An introduction to probability theory and its applications. 1950
3 Lehmann, Erich Leo. Testing statistical hypotheses / E.L. Lehmann. 2nd ed. 1986
4 Lindgren, Bernard William. Statistical theory / Bernard W. Lindgren. 4th ed. 1993
5 Billingsley, Patrick, Probability and Measure, 2nd ed. 1986.
6 Poirier, D.J., Intermediate Statistics and Econometrics, 1995.
Einnig gott að líta í Johnson & Kotz um dreifingar og
Kendall's Advanced theory of statistics
Vika 5-9. Ályktunarfræði: Matsaðferðir, method-of-moment (MM), least-squares(LS), maximum-likelihood(ML), Bayes aðferðir. Eiginleikar ML-aðferða. Asymptótísk teoría, maximum-likelihood mat, Cramer-Rao ójafna. Kenningaprófanir,uniformly- most- powerful- (UMP) próf, Neyman-Pearson lemma. LR-próf, Wald-próf, og LM-próf. Kaflar 10-15.
Vika 10-12: Hagnýtingar: Val á líkani,
gagnagröftur (data-mining). Ályktanafræði,
mat og spár fyrir sístæðar tímaraðir
og ARIMA ferli. Regression með tímaröðum
,hegðun
t-gilda. Co-integration hugtakið og ECM líkanið
verður kynnt.
Thomas: Kaflar 12-16.
Punktar úr fyrirlestrum
verða
hér