04.06.29-xxx  Líftölfræði (3,0e) · V · 4f · [ECTS: 6]

   Kennari:  Helgi Tómasson, helgito@hi.is, heimasíða, http://www.hi.is/~helgito

    F=fyrirlestrar, D=dæmatímar, U=umræðutímar, H=haustmisseri, V=vormisseri, e=einingar,
    E=kennt á ensku, ECTS=einingar í alþj. námseiningarkerfi

   Lýsing:
    Farið verður yfir hugtök semtengjast hlutlægri skilgreiningu á áhættu,
    svo sem RR (relative-risk), OR (odds-ratio), AR(attributable-risk),
    hazard fall, survival fall ofl.   Hegðun þessara hugtaka í líkönum sem byggja
    á ýmsum vel þekktum líkindadreifingum, svo sem exponential, Weibull, gamma o.s.frv.
    verður lýst.  Notkun gagna til ályktunar um áhættuþætti í survival líkönum með
    Cox-regression.  Greining gagna fyrir endurteknar mælingar á einstaklingum
    (repeated-measures, panel-data) með GLMM líkönum verður kynnt.

    Námsbækur:
    Wooldridge,J.M.: Econometric Analysis of Cross Section and Panel Data.
    Efni sem kennari dreifir:

    Próf:
    Námsskeiðinu lýkur með 3 tíma skriflegu prófi þar sem öll gögn eru leyfileg. Sett verða fyrir verkefni,
    sem gilda 30% af einkunn á mót prófinu:
 

   Hugbúnaður:
    Kennari notast við ,,free-open-source" (frjálsan opinn hugbúnað).  Nemendum er frjálst að
    nota hvaða hugbúnað sem þeim þykir henta.  Þær tegundir hugbúnaðar sem gagnlegastar eru töflureiknar og
    valmyndadrifin  tölfræðiforrit.  Einnig eru forritunarmál sem nota fylki mjög handhæg.
    Forrit fyrir symbólíska stærðfræði geta verið gagnleg hjálpartæki.


Nokkrar tegundir forritunarmála og frjálsir ókeypis valkostir>
Töflureiknir  Gnumeric, OpenOffice
Valmyndadrifið hagrannsóknarforrit  Gretl
Fylkjaforrit  R, Octave, Scilab
Symbólísk stærðfræði  Yacas
Ýmis forritunarmál  C+, Fortran, Python, Java, Perl etc. 
Ritvinnslur  Latex, OpenOffice, o.s.frv.


Skjár við gagnavinnslu þar sem  Gnumeric, Gretl og R eru notuð getur litið svona  út.


Fyrirlestrarnótur

Punktar úr fyrirlestrum og ýmis dæmi

Bayes-hugleiðingar

R-kóði til að lesa gögn í dæmi 10.11


Kynningar á greinum

Yfirferð vor 2004