HAGNÝTAR
HAGMÆLINGAR (HAG104M), Haust 2023.
Markmið
þessa námskeiðs er að gera nemendur hæfa í að tjá sig með
einföldum hætti um hversdagslegar spurningar, sem fram koma umræðum
um hagmál. Tekin eru fyrir málefni líðandi stundar, svo sem
vísitölur, fjármögnun húsnæðis og lánamarkaðir. Nemendur eru
þjálfaðir í að gera einfaldar skriflegar skýrslur, þar sem
efni er lýst í texta, töflum og myndum. Kynnt verða tæki til
framsetningar á texta, töflum, myndum og heimildum. Einföld
reiknitæki verða ennfremur kynnt. Þá verða ræddar ýmsar
gildrur, sem sem varast ber við mat á hagrænum samböndum. Haustið
2023
verða
ýmis atriði tengd líðandi stund tekin fyrir.
Hef
t.d. áhuga á að ræða þátt húsnæðis í neysluvísitölu og
reikningsaðferðirnar á quantecon.
Stefni
á að reyna læra meira um quantecon í haust. Hvet nemendur til að
kynna sér gerfigreindarforrit, t.d.
https://chat.openai.com/
Kennari:
Helgi Tómasson
Kennslubók:
Stuðst
verður við 'Mastering Metrics' eftir J.D. Angrist og J-S. Pischke.
Kennari
dreifir viðbótarefni.
Námsmat:
Verkefni 100%