Hagrannsóknir III, 04.53.05-956, vor, 4f

Kennari: Helgi Tómasson

Markmið: Að dýpka skilning á nútímaaðferðum í hagrannsóknum, sérstaklega meðferð á tímaröðum (time-series) og gögnum sem innihalda upplýsingar um dvalarlengd í ákveðnu ástandi (transition data, survival, reliability).  Einvíð og margvíð líkön fyrir samfelldan og sundurslitina tíma.
Nemendur gera eigin verkefni og flytja um  þau fyrirlestra.  Áhersla verður á vinnu með gögn af fjármálamörkuðum.

Markhópar: Þeir sem vilja kynna sér ályktanir út frá mælingum tengdum tíma, t.d. við rannsóknir á fjármálamörkuðum og gerð spálíkana. Hentar vel BS-nemum í hagfræði og nemum á fjármálasviði viðskiptafr.

Forkröfur: Þetta námsskeið hentar langt komnum nemendum sem vilja víkka sinn sjóndeildarhring. Nauðsynlegt er að þáttakendur hafi tekið að minnsta kosti tvö tölfræðinámsskeið áður, t.d. tölfræði A, líkindreikningur og tölfræði,  hagrannsóknir I o.s.frv . Frekari tölfræðiundirstaða, t.d.  hagrannsóknir II er gagnleg. Einnig er æskilegt reynsla af tölvuvinnu og grunnþekking í stærðfræði æskileg.

Aðalbók: Tsay:  Analysis of Financial Time Series, Wiley 2010 (eða gamla útgáfan frá 2005/2001).

Einnig verður stuðst við kafla úr, Lancaster, T.: The Econometric Analysis of Transiton Data, Cambridge University Press 1992.

E.t.v. verður Ljósriti um spektral-greiningu  dreift.

Ætlast er til að nemendur vinni sjálfstæð verkefni með tölvum og kynni niðurstöður í tímum (flytji 2 fyrirlestra í tímum og hugsanlega lokaráðstefnu).

Stefnt verður að þvi að hver nemandi endursegi einn kafla úr, Handbook of Economic Forecasting (Ed, Elliot, Granger og Timmermann, 2007)

Námsskeiðinu lýkur með 3 tíma skriflegu prófi þar sem öll gögn eru leyfð.

Gróf námsáætlun:

Miðað verður við að fara í ca. 1 kafla af nýju efni á viku í Tsay(2010) Gert er ráð fyrir að nemendur hafi kynnst efni í kafla 2, um tímaraðir og ARMA líkön og efni í kafla 8 um unit-root og co-integration áður.

Þetta gæti litið ca. svona út (tema og stikkorð).

1 Upprifjun á tímaraðafræði ARMA, ARIMA, unit-root co-integration, Dickey-Fuller (kaflar 2, 8 og 11)

2 Líkanasmíð fyrir hagrænar tímaraðir og fjármálaraðir,  leitni og breytileiki(TS,DS,ARCH, GARCH o.s.frv., kafli 3)

3 Fjármálalíkön í samfelldum tíma, regla Ito, Black-Scholes, mat á samfelldum líkönum (kafli 6)

4 Margvíð tímaraðalíkön, factor líkön (kaflar 8 og 9)

5 Hvers vegna bregst teorían? Market-microstructure, mat á líkönum út frá viðskiptagögnum (kafli 5)

6 Bayesískar aðferðir, Markov-Chain-Monte-Carlo (MCMC) (kafli 12).

7 Duration/survival, transition-data analysis (hazard function, valin atriði úr Lancaster).

8 Cox-regression aðrar,  ýmis áhættuhugtök (valin atriði úr Lancaster)
******************************************************

Ýmislegt