Nýlega bað
stjórnmálamaður(menn) um eignayfirlit fólks eftir
fjölskyldugerð. Niðurstöður voru sem hér
segir.
Einstæðir foreldrar litlar eignir
Fólk með börn aðeins meiri eignir
Fólk án
barna
miklar eignir
Sá grunur kemur upp að fólk án barna sé eldra fólk sem hefur safnað eigum lengi meðan einstæðir foreldrar eru aðallega ungar mæður sem ekki hafa haft tíma til að safna eignum.
Boðskapur: Er ekki einhvers konar aldursleiðrétting viðeigandi hér? Samband eignamyndunar og barnaeigna er flókið fyrirbæri og eflaust nauðsynlegt að taka tillit til margra þátta samtímis.