Segjum að eftir farandi
töflur hafi fengist úr launakönnun. Segjum að
laun séu t.d. í þúsundum króna.
Tafla 1 Meðallaun eftir starfi og kyni
Starf A
Starf B
Karlar
77
122
Konur
63
103
_____________________________________
Tafla 2. Meðallaun eftir aldri og kyni
Ungir
Gamlir
Karlar
73
119
Konur
61
98
_______________________________________
Tafla 3. Meðallaun eftir tign og kyni
Undirmenn Yfirmenn
Karlar
80
153
Konur
69
120
________________________________________
Spurning: Er rétt að álykta út frá töflum 1-3 að kynjum sé mismunað í launum?
Svar: Nei
Hvað um aðhvarfsgreiningu, t.d. á forminu
laun = fasti + kyn + starf
+ tign
Ætti þá stuðullinn við kyn breytuna ekki að gefa vísbendingu?
Í þessu tilfelli verður sá stuðull ca. 10. Er þá ekki
kynbundin launamunur að
vera 10þúsund körlum í hag?
Svar: Ekki í
þessu tilfelli því að einnig þarf að aldursleiðrétta.
Einungis fæst rétt
svar með því að taka allar mikilvægar
breytur inn á réttu
formi samtímis í líkanið.
Gögnin voru búin
til með formúlunni.
Laun=50+20*starf+40*aldur+50*tign+10*aldur*tign-5*kyn
kyn=1 =karlar, þ.e. reglan mismunar körlum í óhag
Gögn fyrir karla eru
hér
og gögn fyrir konur eru hér
Í þessu dæmi
var mismunum körlum í óhag þó að ýmis
konar einfaldari tölfræði
benti í aðra átt.
Boðskapur:
Leiðrétta verður fyrir öllum breytum samtímis á réttu formi.
Huga að öðrum eiginleikum tölfræðilegs líkans. T.d. er normaldreifing viðeigandi? GLIM-líkön er sveigjanleg fjölskylda af túlkanlegum líkönum.