Metið fyrir hvort kyn áhættuhlutfall(relative-risk,
odd-ratio), fyrir krabbamein vegna reykinga út frá
gögum í töflu 1. Hugsið ykkur að gögnin
í töflu 1 hafi myndast sem sem summa aldurshópanna í
töflu 2. Reiknið síðan aldursleiðrétta áhættu
fyrir hvort kyn með Maentel-Hanzel, berið saman við fyrri útkomur
og skýrið muninn.
Tafla 1. Reykingar og krabbamein eftir kyni.
Karlar Konur
Reykja=já Reykja=nei
Reykja=já Reykja=nei
______________________________________________________________________
Krabbi=já
400
100 Krabbi=já
200
500
Krabbi=nei
200
600 Krabbi=nei
100
500
______________________________________________________________________
OR-karlar = 12
OR-konur= 2
Tafla 2. Reykingar og krabbamein eftir aldri
og kyni.
Karlar Konur
Aldur(-49)
Reykja=já Reykja=nei
Reykja=já
Reykja=nei
___________________________________________________________________________
Krabbi=já
50
0
Krabbi=já
150
0
Krabbi=nei
100
200
Krabbi=nei
90
200
Aldur(50-69)
Krabbi=já
150
0
Krabbi=já
40
150
Krabbi=nei
40
200
Krabbi=nei
10
150
Aldur(70+)
Krabbi=já
200
100
Krabbi=já
10
350
Krabbi=nei
60
200
Krabbi=nei
0
150
________________________________________________________________________
Maentel-Hanzel-OR-karlar
= 16,51 Maentel-Hanzel-OR-konur=
20,6
Gróft svar: Fyrir aldursleiðréttingu virðist sem reykingar 12-faldi áhættu karla en 2-faldi áhættu kvenna. Eftir aldursleiðréttingu virðst sem reykingar séu hættulegri konum. Ástæða þessa munar er að eldri kynslóðir kvenna reyktu nánast ekkert. Í yngri kynslóðum er meira um reykingar og sérstaklega meðal kvenna hafa reykingar aukist og því fæst önnur mynd eftir aldursleiðréttingu.
Athugasemd 1. Hér eru hafðar stórar tölur til hægðarauka í reikningi og túlkun. Fæð Íslendinga er til trafala við rannsóknir á tíðni sjúkdóma. Hlutföllin er þó gerð raunhæf miðað við ástand á Íslandi ca. 1980-1985, þ.e. að áhættan ca. 10-20 faldist við reykingar og að þá voru konur enn ekki farnar að fá lungnakrabbamein í sama mæli og karlar. Á tímabilinu 1985-2000 hafa konur sótt í sig veðrið á þessu sviði.
Athugasemd 2. Maentel-Hanzel var notað í þessu dæmi til að nemendur gætu reiknað með vasareiknivél í prófi. Nútímatölfræði vinnubrögð eru að leiðrétta fyrir aldri og öðrum truflandi þáttum samtímis með tölfræðilegri líkanagerð, t.d. GLIM , Cox-regression o.s.frv. ásamt greiningu á nauðsynlegum forsendum svo sem proportional hazard.
Boðskapur:
Árið 1985 virðist áhætta kvenna á krabbamein tvöfaldast en karla tólffaldast.
Eftir aldursleiðréttingu gjörbreytist myndin. (Karlar=16, konur=20)
Ef ekki er aldursleiðrétt væru niðurstöður túlkaðar á mjög hættulegan hátt.
Að segja konum 1985 að reykingar sé minni háttar áhættuþáttur fyrir þær hefði verið mjög rangt.