Inngangur


Ég ætla í þessu erindi að taka fyrir nokkur atriði sem hafa ber í huga við ályktanir út frá mælingum. Mikilvægt er að einangra áhugaverða þætti og og áhugaverð sambönd og að reyna síðan að leiðrétta fyrir truflandi þáttum.  Starf nútíma tölfræðings gengur út á líkanasmíðar þar sem leitast er við að skýra fyrirbæri í náttúrinni og tengja saman mæliferli og raunferli.  Í líkanasmíðinni þarf að huga að formi líkans, hvaða breytur koma við sögu, hvernig eðlilegt er að mælingar dreifist o.s.frv.   Nauðsynlegt er að átta sig á hverjar forsendur líkans eru og hversu viðkvæmar niðurstöður eru fyrir frávikum frá þeim forsendum.  Sé brestur í forsendu leiðir það oft til bjagaðrar ályktunar.  Oft er hins vegar hægt að átta sig á hvers konar bjögun verður um að ræða og stundum er hægt að leiðrétta slíkt.

Ég hef byggt þennan fyrirlestur upp sem nokkur dæmi sem ég ætla að rekja.