04.06.23-030  Hagrannsóknir í meistaranámi (3,0e) · V · 4f · [ECTS: 6]
 
                          Kennari:   Tómassonhelgito@hi.is, heimasíða, http://www.hi.is/~helgito

                          F=fyrirlestrar, D=dæmatímar, U=umræðutímar, H=haustmisseri, V=vormisseri, e=einingar,
                          E=kennt á ensku, ECTS=einingar í alþj. námseiningarkerfi

                          Lýsing:

                          Námskeiðið kynnir aðferðafræði nútíma hagmælinga (e. econometrics) og beitingu þeirra.
                          Kynntar verða aðferðir sem henta þversniðsgögnum, hefðbundnum tímaröðum og
                          panel-gögnum. Líkön fyrir nokkrar tegundir mælinga,samfelldar-, talningar- og ósamfelldar
                          breytur. Gert er grein fyrir muninum á einvíðum og margvíðum líkönum. Í námskeiðinu er lögð
                          áhersla á hagnýta beitingu aðferðanna og sjálfstæð vinnubrögð við hagrannsóknir. Helstu
                          viðfangsefni eru: Metlar og eiginleikar þeirra og prófun tilgátna. Ýmsar tegundir metla (ML,
                          OLS, GLS, GMM o.s.frv.) og ýmis próf (LR, Wald-próf o.s.frv.). Einvíð og margvíð línuleg
                          líkön. ARMA og VAR tímaraðalíkön og aðhvarfsgreining með ósístæðum tímaröðum.
 

                          Námsbækur:
 
                        Greene, W.H.: Econometric Analysis , 7/6. útgáfa (eldri útgáfur duga)

                        Efni sem kennari dreifir.

                        Skipulag:

Kennsla fer fram í fyrirlestrarformi. Ætlast er til þess að nemendur reikni dæmi og geri verkefni umfram skilaskylduverkefni.



                        Próf:

Námskeiðinu lýkur með prófi gildir 70% af einkunn. Verkefni gilda 30%. Mögulegt verður að gera hagnýtt verkefni/ritgerð sem gildir 20% og þá vegur prófhluti 50%. Bera þarf hugmynd að verkefni undir kennara og byrja á því innan 3 vikna frá upphafi kennslu.


Hugbúnaður
Nemendum er í sjálfs vald sett hvers konar hugbúnað þeir nota. Valkostir sem byggja á opnum frjálsu umhverfi eru GRETL, valmyndadrifið ókeypis hagrannsóknarforrit, R og OCTAVE eru forritunarmál sem henta vel tölulegum fylkjareikningi. Fyrir symbólíska stærðfræði má t.d. nefna YACAS og MAXIMA Fyrir grófari forritun má nefna C+, FORTRAN, PYTHON o.s.frv. Fyrir alla einfalda reikninga duga töflureiknar svosem GNUMERIC, OPENOFFICE o.s.frv. ágætlega. Það dugar að nota GRETL  töflureikni, en mælt með því að nemendur kynni sér fylkjaalgebruforrit (R eða OCTAVE eða hliðstætt).



Sýnishorn af tölvuvinnu í hagrannsóknum með forritunum GRETL, R og GNUMERIC.


Gróf yfirferðaráætlun er hér



                               Ýmsar hagnýtar upplýsingar eru hér.