Gróf bráðabirgða kennsluáætlun:

Vika 1: Nokkur hagnýt forrit kynnt. Uppsetning á ritgerð og glærum með LaTeX. Lestur á gögnum inn í GRETL.

Vika 2-3: Hugleiðing um orsakasamband. Kafli 1 í Angrist/Pischke. Nemendafyrirlestrar (örstuttir) hefjast.

Vika 4-5: Ýmis atriði um gagnagreiningu og ályktanir (Angrist/Picke kaflar 2-5).

Vika 6-7: Ýmsar sjónhverfingar í gögnum. T.d tímaröðum, varðandi launamun kynja og tíðni hagsveiflna. (Efni sem kennari dreifir). Nemendur velja ritgerðarefni. Nemendur mega velja sér efni úr dægurmálum, t.d. varðandi gjaldeyrishöft, verðtryggingu, húsnæðismarkað, vaxtastefnu, gjaldmiðla, o.s.frv.

Vika 8-10: Ýmis atriði og hugtök um orsakasamband. Gestafyrirlesarar kynna ýmis efni.

Vika 11-12: Nemendur kynna ritgerðir sínar.


Hentugar skrár frá kennara og nemendum verða hér


Ýmis atriði


LaTeX er öflug ritvinnsla sem hentar vel til vísindalegrar vinnu með töflum, formúlum og heimildum. Auðvelt er að setja upp vísindalega text, grein, glæru-fyrirlestur með hjálpartólum eins og texmaker. Heimildavinnsla verður mjög lipur með BibTeX og JabRef.

GRETL býður upp á auðvelda byrjun í gagnavinnslu.


Nokkrar tegundir forritunarmála og frjálsir ókeypis valkostir

Töflureiknir  Gnumeric, Open-Office, Libre-Office
Valmyndadrifið hagrannsóknarforrit  Gretl
Fylkjaforrit  R, Octave, Scilab
Symbólísk stærðfræði  WXMAXIMA, SAGE, o.s.frv.
Ýmis forritunarmál  C++, Fortran, Python, Java, Perl etc. 
Ritvinnslur  Latex, Open-Office, Libre-Office , o.s.frv.