Tölfræðileg líkanagerð, GLM. 16 klst,
kennari: Dr. Helgi Tómasson tölfræðingur.
Markmiðið námskeiðsins er að auka skilning þáttakenda
á notagildi hugsunarinnar í línulegum líkönum.
Þeir sem þekkja ANOVA og venjulega aðhvarfsgreiningu vita
hve þægilegt er að nota metna parametra til að túlka
niðurstöður. Einng eru línuleg líkön handhæg
við að leiðrétta fyrir truflandi breytum, þegar
sambönd eru flóknari heldur en lýsa má í
tvívíðum töflum. GLM hugsunarhátturinn býður
upp á að útfæra þessi þægilegheit
við túlkun við greiningu gagna sem eru mælingar á
einhverju sem er ekki normaldreift. T.d. tíðnigögnum úr
spurningalistum, gögnum um endingartíma, o.s.frv.
Byrjað á upprifjun á ýmiss konar línulegum
normal líkönum, ANOVA og aðhvarfsgreiningu. Hugtökin
"main effects" og "interaction" rifjuð upp og skýrð.
: Síðan verða hugtökin útfærð fyrir
aðrar tegundir af líkönum, svo sem log-línuleg líkön
og logistic líkön. Einnig sömu hugtök við athugun
á lifunarferlum (survival analysis) og tengsl við Kaplan-Meier
mat á endingartíma.
Síðast kennt 1998 í með hliðsjón
af bók McCullagh & Nelder: Generalized Linear Models, Chapman
and Hall, 1989.