Tímaraðagreining, 16 tímar, kennari: Dr. Helgi
Tómasson tölfræðingur.
Markhópur og forkröfur: Þeir sem fást við
spár, veðurfræði, hagfræði, fjármálamarkaður
o.s.frv. Reiknað er með vissu sjálfstrausti þáttakenda
í tölvuvinnu og grunnþekkingu í tölfræði.
Tímaraðagreining er tölfræði mælinga sem
eru tengdar í tíma. Farið verður í grunnhugtök,
sístæði (stationarity), sjálffylgni (autocorrelation).
Hvernig á að reikna línulegar spár. Mat, prófanir
og spár með ARIMA líkönum. Upplýsingar í
tíðnirúmi og tímarúmi. Hugleiðingar
um ólínuleg líkön. 4 tímar í tölvuveri
með eitthvert tímaraðaforrit,t.d. RATS.
Nánari upplýsingar hér.