Grunnatriði hagnýtrar tölfræði. 16 tímar, kennari: Dr. Helgi Tómasson tölfræðingur.

    Markhópur og forkröfur: Þeir sem stunda gagnavinnslu og vilja kynna sér eða rifja upp fyrsta námskeið í tölfræði.


    Farið verður yfir grundvallaratriði hagnýtrar tölfræði, líkindafræði (probability) og ályktunarfræði (inference). Nokkrar líkindadreifingar verða kynntar, þar á meðal normaldreifing. Hugtök eins og úrtak, öryggismörk (confidence limits) tölfræðileg próf, marktækni (significance) verða tekin fyrir. Einnig inngangur að einfaldri tölfræðilegri líkanagerð, aðhvarf (regression) og fylgni, samanburður meðaltala með t-prófi og ANOVA. Einnig samanburður á hlutföllum og ýmis "chi-square" próf.  Sett verða fyrir einföld tölvuverkefni.

    Gagnlegar kennslubækur: Allar byrjendabækur í tölfræði. Tölvuæfingar eru miðaðar við EXCEL eða hliðstæð forrit.

    Sjá nánar hér.