Inngangur að bayesískri heimspeki og aðferðafræði, kennt í maí og júní 2009.



Kennari: Helgi Tómasson



Námsefni: Efni á netinu samkvæmt ábendingum kennara. Allar bækur bayesísar aðferðir gagnlegar.



Bayesísk aðferðafræði er samsett úr heimspekinni um það hvernig túlka skuli hugtakið líkur og tækni við líkanasmíði. Markmið námskeiðs er að draga fram mun á tíðnitúlkun hefðbundinnar tölfræði á líkum og bayesískri túlkun þar sem einnig er leyfilegt að túlka líkur sem mælikvarða á vissu.

Rakið er hvernig hagnýting stærðfræðigreinarinnar, líkindafræði, klofnar á 19.öld, í annars vegar tölfræði, fræðin um hvernig álykta skuli út frá mælingum og hins vegar ákvarðanafræði um það hvernig skuli með formlegum hætti rökstyðja ákvarðanir við óviss skilyrði. Á 20. öld þrífast hlið við hlið ólíkir skólar í tölfræði, tíðniskóli og bayesískur skóli.

Tekin eru fyrir meðhöndlun skólanna á tveim vel þekktum kennslubókardæmum tölfræðinnar, svo sem ályktunum um hlutföll og meðaltöl. Sagt er frá tækniþróun á síðari hluta 20. aldar sem gjörbreytt hafa viðhorfi vísindamanna til hagnýtingarmöguleika bayesískrar tölfræði.

Nemendur reikna í gegnum einföld sýnidæmi í töflureikni. Þekking á flóknari hugbúnaði er kostur.



Markhópur: Allir sem áhuga hafa á mælivísindum og ákvarðanatöku. Námskeiðið hentar jafnt BS sem MS nemum.

Forkröfur: Tölfræði á menntaskólastigi.

Prófform: Skriflegt próf í lok námskeiðs án hjálpargagna. Prófið er samsett úr ritgerðaspurningum og einföldum blað og blýantsdæmum.



Punktar úr fyrirlestrum


Bækur og lesefni

Dæmi

Ýmislegt